Erlent

Norðmenn krafðir svara um flóttamenn

Óli Tynes skrifar
Borgarastríðið kostaði þúsundir kvenna og barna lífið.
Borgarastríðið kostaði þúsundir kvenna og barna lífið.
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa krafið Norðmenn skýringa á því að þeir hafa hjálpað tólf Tamílum að flýja land og veitt þeim pólitískt hæli í Noregi. Blóðugri borgarastyrjöld lauk á Sri Lanka fyrir tveim árum þegar stjórnarherinn gersigraði Tamíltígrana svokölluðu og drap alla leiðtoga þeirra. Norðmenn höfðu þá um árabil reynt að miðla málum.

Norska blaðið Aftenposten sagði frá því í síðustu viku að Norðmenn hefðu hjálpað tólf tamílskum stjórnarandstæðingum að flýja land. Þúsundir stjórnarandstæðinga eru enn sagðir í felum. Sendiherra Noregs svaraði utanríkisráðuneyti Sri Lanka með því að gera grein fyrir stefnu norskra stjórnvalda í málefnum flóttamanna. Þar væri í einu og öllu farið eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×