Erlent

Gáfaðir eins og plankar

Óli Tynes skrifar
Plankað í Ástralíu.
Plankað í Ástralíu.
Að planka er nýtt æði í Ástralíu. Það felst í því að menn leggjast einhversstaðar á magann og liggja þar stífir eins og plankar meðan teknar eru myndir af afrekinu. Sumir leggjast á garðbekki. Aðrir sem eru djarfari leggjast kannski langsum á girðingar og reyna að halda þar jafnvægi.

Þeir sem eru í góðri þjálfun fara kannski á bílastæði. Þar leggjast þeir með ennið upp á einn bíl og lappirnar upp á þann næsta. Liggja svo stífir eins og plankar milli bílanna þartil vöðvarnir þola ekki meira. Það var náttúrlega bara tímaspursmál hvenær einhver dræpi sig á þessu. Hinn tvítugi Acton Beale lagðist langsum á handrið og reyndi að halda þar jafnvægi. Það tókst ekki og hann datt framaf. Handriðið var á svölum. Á sjöundu hæð. Acton verður jarðsettur í Brisbane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×