Erlent

Miklar truflanir á lestarferðum á Sjálandi

Miklar truflanir hafa verið á lestarkerfinu á Sjálandi í Danmörku í morgun. Margar lestanna keyra aðeins á 20 mínútna fresti í stað fimm mínútna og sumar lestir keyra alls ekki.

Ástæðan fyrir þessum truflunum er annarsvegar bilun í merkjabúnaði lestanna og hinsvegar að þjófar hafa verið á ferð í nótt tog stolið koparvírum af lestarsporum.

Ástandið er verst á leiðínni milli Hilleröd og Alleröd þar sem þjófarnir voru á ferð í nótt en aflýsa þurfti öllum ferðum eftir þeim lestarsporum. Reiknað er með að ástandið verði komið í eðlilegt horf síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×