Erlent

Gífurlegar öryggisráðstafanir á Írlandi vegna Bretadrottningar

Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á Írlandi vegna opinberrar heimsóknar Elísabetar Bretadrottningar til landsins í dag.

Alls munu 9.000 lögreglumenn og hermenn verða á vaktinni í dag og þá næstu þrjá daga sem heimsóknin stendur. Samkvæmt fregnum írskra fjölmiðla eru þetta mestu í öryggisráðstafanir sögu Írlands. Óttast er að félagar í Írska lýðveldishernum muni grípa til einhverra aðgerða.

Hápunktur heimsóknar Bretadrottningar í dag verður þegar hún leggur blómsveig á minnismerki um þá Íra sem féllu í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins frá Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×