Erlent

Strauss-Kahn í hinu alræmda Riker Island fangelsi

Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið fluttur í fangaklefa í hinu alræmda Riker Island fangelsi í New York. Þar mun hann dvelja fram á föstudag.

Riker Island er þekkt fyrir harðneskjulegar aðstæður og einn versta mat í bandaríska fangelsiskerfinu. Fangelsið er oft notað sem sviðsmynd í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Eru þetta því mikil viðbrigði fyrir Strauss-Kahn frá veru hans á lúxushóteli sem kostar 3.000 dollara á nóttina.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum er Strauss-Kahn hafður í einangrun og 24 tíma öryggisgæslu í fangelsinu til að koma í veg fyrir að aðrir fangar ónáði hann. Riker Island fangelsið er einkum notað fyrir gæsluvarðhaldfanga og þá sem eru að afplána styttri dóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×