Hinn 37 ára gamli Helgi Sigurðsson var magnaður í liði Víkings í kvöld. Hann hljóp endalaust og sífellt að gera varnarmönnum FH lífið leitt með dugnaði sínum.
"Þetta var nokkuð gott hjá okkur. Við erum tiltölulega sáttir með eitt stig en samt líka svekktir að hafa ekki tekið þrjú stig því mér fannst við hafa getað klárað þennan leik," sagði Helgi og hafði mikið til síns máls.
"Við fengum færi til að bæta við og FH skapaði lítið sem ekkert. Liðin sem spila á móti okkur eru lítið að skapa. Varnarvinnan er góð hjá okkur. FH þurfti glæsimark til að jafna.
"Ég hefði tekið stig fyrir leik en það er eitthvað sem segir mér að við hefðum átt að taka þrjú. FH hefði lítið getað sagt við því."
Helgi Sig: Við hefðum átt að vinna
Henry Birgir Gunnarsson á Kaplakrikavelli skrifar
Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
