Erlent

Ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna

Donald Trmp ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna.
Donald Trmp ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna.
Viðskiptajöfurinn Donald Trump tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum á næsta ári. Orðrómur hefur verið uppi síðustu mánuði um að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikaflokksins.

Í skriflegri yfirlýsingu, sem fréttastofan Fox News hefur undir höndum, segist hann alls ekki vera hræddur um að vinna ekki - þvert á móti er hann fullviss að hann myndi bera sigur úr býtum.

Ástæðan fyrir því að hann ætli ekki að bjóða sig fram sé hinsvegar sú að hann er ekki tilbúinn að yfirgefa einkageirann enda séu viðskipti hans helsta ástríða.

Trump þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og sagðist lofa þeim að halda gagnrýnisrödd sinni á lofti á komandi árum. Þá sagðist hann hlakka til að hjálpa fulltrúa repúblikaflokksins í komandi kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×