Erlent

Strauss-Kahn úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York

Óli Tynes skrifar
Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York, sakaður um gróf kynferðisbrot . Hann kemur aftur fyrir dómara hinn tuttugasta þessa mánaðar. Það var hótelþerna sem sakaði hann um að hafa neytt sig til munnmaka og reynt að hafa við sig samfarir. Bæði Straus-Kahn og þernan hafa gengist undir DNA og líkamsrannsókn. Sömuleiðis hefur hótelherbergið þar sem þetta átti að hafa gerst verið rannsakað.

Frakkar sérstaklega eru sem þrumu lostnir fyrir þessu máli þar sem skoðanakannanir hafa bent til þess að Strauss-Kahn yrði næsti forseti landsins. Strauss-Kahn hefur þótt djarftækur til kvenna og margar ástkonur hans hafa verið nefndar opinberlega. Hann hefur þó aldrei verðir kærður fyrir ofbeldi áður. Forstjórinn er þrígiftur og fjögurra barna faðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×