Innlent

Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns sem býr „syðra" eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði.

Konan á við andleg veikindi að stríða og hefur ekki á aðrar tekjur að treysta en örorkubætur.

Konan hefur sent manninum allan peninginn sinn, en hún hélt því fram að viðtakandinn væri auðmaður sem hefði ratað í tímabundin vandkvæði þar „syðra", en nú væri hann kominn hingað til lands og þau tekið upp sambúð.

Maðurinn hefur ekki fengist fyrir dóm, þrátt fyrir boðun sem konan sjálf tók við á heimili sínu fyrir hans hönd.

Þá kemur ennfremur fram að hún sé í tölvusambandi við manninn en systir hennar segir manninn aldrei hafa komið hingað til lands. Því er ekki ólíklegt að konan hafi fallið fyrir einhverskonar netsvindli.

Einnig kemur fram í úrskurðinum að konan hafi þurft að taka dýr smálán til þess að lifa á og sé hún komin í mikil vanskil. Þar á meðal sé lán sem hvíli á íbúð hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×