Erlent

Dýragarður aflar fjár með sölu á fílataði

Forráðamenn dýragarðsins í Prag í Tékklandi hafa fundið nýstárlega aðferð til fjáröflunnar. Þeir selja dósir með fílataði og seljast þær eins og heitar lummur að því er segir í fréttaskeyti frá AP fréttastofunni.

Fílataðið er mjög vinsælt meðal garðyrkjumanna í borginni. Þar að auki er talið að reykurinn frá taðinu þegar það er brennt virki eins og bestu höfuðverkjapillur.

Dýragarðurinn selur um 200 dósir á viku af taðinu en það kostar tæpar 500 krónur á kílóið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×