Erlent

Um 25 þúsund manns flýja undan flóðum

Um 25 þúsund íbúa á fenjasvæðum í Luisiana ríkis í Bandaríkjunum hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Þetta gerðist í kjölfar þess að verkfræðingar bandaríska hersins hleyptu vatni úr þremur stíflum við Mississippi fljótið um helgina til að reyna að bjarga borgunum Baton Rouge og New Orleans frá því að sökkva í kaf.

Mestu flóð síðan árið 1937 eru nú á vatnasvæði Mississippi fljótsins en vatnið úr stíflunum þremur mun þekja um 800 þúsund hektara landsvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×