Innlent

Umhverfisráðherra undirritaði verndaráætlun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís undirritaði verndaráætlunina. Mynd/ Umhverfisstofnun.
Svandís undirritaði verndaráætlunina. Mynd/ Umhverfisstofnun.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær verndaráætlun við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit.

Meginmarkmið verndaráætlunarinnar fyrir Mývatn og Laxá er að draga fram verndargildi svæðisins og marka stefnu um verndun þess með tilliti til þeirra markmiða sem sett hafa verið í lögum um verndarsvæðið.

Við sama tækifæri var opnuð ný sýning í gestastofu Umhverfisstofnunar á sama stað. Höfundar sýningarinnar eru Dr. Árni Einarsson forstöðumaður Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hönnuður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×