Innlent

Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benni trommari segir spennufall hjá íslenska hópnum.
Benni trommari segir spennufall hjá íslenska hópnum.
„Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu," segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld.

Benni vill þó engu spá fyrir um það hvernig Íslandi mun ganga í stigagjöfinni „Okkur gekk vel og maður getur ekki áttað sig á því. Það eru svo mörg góð lög í þessari keppni og við bara vonum það besta. Við gerðum okkar besta," segir Benni.

Vinir Sjonna hafa staðið í ströngu að undanförnu.
Íslenski hópurinn hafði nýlokið við að flytja lagið þegar Vísir náði tali af Benna og var að koma inn í græna herbergið. „Það er rosa flott. Þetta er eins og geimskip," segir Benni og hlær.

Benni segir að það sé æðisleg stemning í íslenska hópnum. Menn eru bara búnir á því. Þetta er búin að vera mikil törn. Þetta var lokahnykkurinn og við gáfum okkur öll í þetta," segir Benni.


Tengdar fréttir

Óaðfinnanleg frammistaða

Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið.

Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð.

Stóra stundin nálgast

Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni.

Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu

Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×