Erlent

Danir stefna á sigur í Eurovision

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danska bandið stefnir á sigur þetta árið. Mynd/ afp.
Danska bandið stefnir á sigur þetta árið. Mynd/ afp.
Frændur vorir, Danir, taka Eurovision söngvakeppninni ekki af neinni léttúð þetta árið. Þeir stefna á sigur í keppninni. Fréttavefur Jyllands Posten segir að í ellefu daga hafi danska grúppan, sem heitir A Friend In London, verið í Dusseldorf, æft og talað við fjölmiðla.

Jyllands Posten segir að dönsku þátttakendurnir telji sig eiga von á því að snúa til baka með sigurlaun í höndunum. „Við teljum að við getum unnið og við erum ekkert feimnir við að segja það,“ segja félagarnir í A Friend In London.

Félagarnir segjast hafa fengið góð viðbrögð, æfingar hafa gengið samkvæmt áætlun og líkurnar á sigri séu ágætar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×