Innlent

Stóra stundin nálgast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni.

Það ríkir eftirvænting hér á Íslandi og má búast við að vinir og ættingjar hittist víða um land til að fylgjast með keppninni. Mikil aðsókn var í Vínbúðirnar í dag og var fólki hleypt í hollum inn í verslanirnar.

Hjá veitingastaðnum Dominos hafa menn líka haft nóg fyrir stafni, þótt álagið þar muni eflaust aukast þegar líður á kvöldið. „Ég get sagt að ég bjóst við því að það yrði aðeins meira að gera í kvöld, en kannski verður meira að gera eftir sjö," segir Eyrún Rakel Agnarsdóttir, vaktstjóri hjá Dominos, í samtali við Vísi. Hún segir að starfsfólkið á Dominos ætli að fylgjast með keppninni. „Við ætlum að setja sjónvarpið í gang um leið og Eurovision byrjar," segir Eyrún.




Tengdar fréttir

Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð.

Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu

Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×