Innlent

Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjólfur Kristjánsson hefur trú á "strákunum okkar“.
Eyjólfur Kristjánsson hefur trú á "strákunum okkar“.
Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina.

Eyjólfur ætlar sjálfur að horfa á keppnina í kvöld, en hann verður staddur í matarboði hjá vini sínum. „Jú, ég fylgist allavega með okkar mönnum," segir Eyjólfur þegar hann er spurður hvort hann ætli að horfa á keppnina í kvöld.

Hann segir að sér lítist vel á íslenska lagið en það sé ómögulegt að segja fyrirfram um árangurinn. „það er algerlega að garga upp í vindinn að reyna að spá einhverju. Maður veit aldrei hvernig þetta fer," segir Eyjólfur. „Ég á ekki von á að þeir vinni - en vonandi verða þeir í topp tíu. Það er alltaf skemmtilegt," bætir hann við.

Eyjólfur Kristjánsson hefur mjög mikla reynslu af Eurovison. Hann er meðal annars höfundur lagsins Nína, en það er eitt allra vinsælasta Eurovision lagið sem flutt hefur verið fyrir hönd Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×