Innlent

Þúsundir hafa lagt leið sína í Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þúsundir manna hafa lagt leið sína í tónlistarhúsið Hörpu í dag. Nú um helgina fer þar fram opnunarhátíð með fjölbreyttri dagskrá.

Húsið opnaði fyrir hádegi og dagskrá lýkur á miðnætti. Meðal annars koma fram Karlakórinn Fósbræður, Gissur Páll, Kammersveit Reykjavíkur, Ólafur Arnalds, Björn Thoroddsen og Kazumi Wtanabe auk Tríós Tómasar R. Einarssonar í anddyri.

Í kvöld fer síðan fram sannkölluð rokkhátíð í Silfurbergi þar sem Apparat Organ Quartet, Hjaltalín, Valdimar og HAM koma meðal annars fram.

Í kvöld verður einnig hægt að fylgjast með Evróvisjón á risaskjá í Norðurljósum á meðan rokkhátíðin fer fram í Silfurbergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×