Innlent

Forsetinn á afmæli í dag

Ólafur Ragnar Grímsson á afmæli í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson á afmæli í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann fæddist á Ísafirði þennan dag árið 1943.

Ólafur Ragnar lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Manchester háskóla á Bretlandseyjum árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri grein. Hann var skipaður  lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands það sama ár og prófessor árið 1973.

Ólafur Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins frá árinu 1987 til 1995 og fjármálaráðherra frá 1988 til 1991. Hann var fyrst kjörinn forseti Íslands árið 1996 og rennur fjórða kjörtímabil hans út á næsta ári.

Forsetinn hefur ekki gert opinbert hvort hann hyggist bjóða sig fram til embættisins í fimmta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×