Innlent

Veiðigjald hækki um 70%

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti frumvarpið fyrir blaðamönnum í dag.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti frumvarpið fyrir blaðamönnum í dag.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir blaðamönnum í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Um er að ræða tvö frumvörp. Annars vegar frumvarp sem snýst um aukningu á strandveiðum, aukningu í byggðartengdum aðgerðum og hækkun veiðigjalds um 70%.

Hitt frumvarpið snýst um það að svokölluð samningaleið verði farin. Handhafar aflahlutdeildar og krókaleyfa fá leyfi til að gera fimmtán ára samning til nýtinga auðlindaréttarins.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í pistli í Fréttablaðinu í dag að nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi ríkisstjórnarinnar sé stærsta skref sem stigið hefur verið aftur á bak í hagstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×