Innlent

Slökkviliðsmenn standa vaktina í Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt starfsemi sé hafin í Hörpu er húsið ekki nema hálfklárað. Mynd/ Stefán.
Þótt starfsemi sé hafin í Hörpu er húsið ekki nema hálfklárað. Mynd/ Stefán.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa vaktina í Hörpu þessa dagana. Ástæðan er sú að ekki er búið að ljúka við frágang á húsinu.

„Við höfum haft menn á staðnum þarna alveg frá því að húsið var tekið í notkun og verðum með það á meðan að lokafrágangur er eftir,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Ekki er um sólarhringsvakt að ræða, en vaktin stendur yfir á meðan starfsemi er í húsinu, svo sem þegar tónleikar eru. Opnunarhátíð Hörpu fer fram nú um helgina og því verður vakt þar frá 10 á morgnana til miðnættis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×