Erlent

Taivan fagnar húnafullri pandabirnu

Pandabjörn. Mynd/ AFP.
Pandabjörn. Mynd/ AFP.
Mikil gleði ríkir í Taívan en frægasta Panda-birna landsins, Yuan Yuan, er sögð húnafull. Talsmenn Taipei dýragarðsins segja hana sofa mikið, borða lítið og óvenjulega pirraða. Yuan Yuan var send í tæknifrjóvgun í febrúar því pandabjörninn í dýragarðinum, Tuan Tuan, sýndi henni lítinn sem engan áhuga.

Yuan Yuan og Tuan Tuan voru færð Taívan sem gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Fjölmiðlar í Taívan segja fréttirnar af húni þeirra koma til með að hafa góð áhrif á samskipti landana en Kínverjar hafa nú þegar gefið út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekki tilviljun að birnirnir voru nefndir Yuan Yuan og Tuan Tuan. Þegar nöfnin eru sögð saman, merkja þau ,,sameining" á kínversku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×