Erlent

Telja sig hafa fundið Monu Lisu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eitt frægasta málverk sögunnar.
Eitt frægasta málverk sögunnar.
Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf konunnar sem sögð er vera Mona Lisa á málverki Leonardo da Vinci.

Gröfin fannst eftir tveggja vikna leit, segir breska blaðið Daily Telegraph. Það er Silvano Vinceti prófessor sem hefur staðið að baki leitinni að gröf konunnar, sem heitir Lisa Gherardini Del Giocondo

Gröfin fannst undir gólfi klaustur heilagrar Úrsúlu í Flórens á Ítalíu eftir að lag af nýlegri steypu og lag af múrsteinum hafði verið fjarlægt.

Prófessor Vinceti segir að þó að gröfin sé fundin sé enn langt í að hægt sé að nálgast beinin sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×