Erlent

Norðmenn í leynilegum flóttamannaflutningum

Óli Tynes skrifar
Stjórnarhermenn fóru með sigur af hólmi í stríðinu á Sri Lanka.
Stjórnarhermenn fóru með sigur af hólmi í stríðinu á Sri Lanka.
Norðmenn hafa leynilega í tvö ár hjálpað stjórnarandstæðingum  að komast frá Sri Lanka og veitt þeim pólitískt hæli í Noregi. Tvö ár eru liðin frá því blóðugu borgarastríði lauk í landinu. Það var á milli stjórnvalda og minnihlutahópsins Tamíla sem börðust fyrir sjálfstæðu ríki sínu.

 

Stríðinu lauk með því að stjórnarherinn gersigraði Tamíltígrana svokölluðu. En þótt ekki sé barist lengur á vígvellinum eiga Tamílar undir högg að sækja. Margir sitja í fangelsi án undangenginna réttarhalda og margir hafa horfið sporlaust. Norðmenn höfðu um árabil reynt að miðla málum á Sri Lanka. Þeim hefur runnið blóðið til skyldunnar að forða Tamílum sem þeir hafa talið í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×