Skemmtanastjóri á eigin heimili - stofnaði viðburðavef Erla Hlynsdóttir skrifar 13. maí 2011 08:32 Viðburðavefurinn er nýsköpunarverkefni Sifjar Sigfúsdóttur Mynd: Búi Kristjánsson „Það má segja að ég hafi verið skemmtanastjóri á eigin heimili. Við hjónin höfum samtals haft sex börn með lögheimili hjá okkur í gegn um árin," Sif Sigfúsdóttir sem heldur úti síðunni Gerumeitthvad.is, viðburðavef fyrir alla fjölskylduna, sem hún opnaði í lok mars. „Mér fannst sárvanta síðu sem ég gat opnað á laugardagsmorgni og fundið út allt það helsta sem væri að gerast þann daginn. Í stað þess að opna margar netsíður fyrirtækja og stofnana er hægt að finna þetta allt á einum stað," segir Sif hefur gengið með hugmyndina að síðunni í maganum í tvö ár. Meðal þess sem nú ber hæst á viðburðavefnum Gerumeitthvad.is er Barnavagnavika Ferðafélags Íslands, útskriftartónleikar úr Listaháskóla íslands, fjöruganga við Bessastaðakirkju og nytjamarkaður í Súðavogi í Reykjavík þar sem allur ágóðinn rennur til ABC barnahjálpar. Vefsíðan er nýsköpunarverkefni Sifjar á námskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,Brautargengi, sem er sérsniðið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Hún hafði gengið með hugmyndina í maganum í tvö ár þegar hún loksins varð að veruleika. Sif sér alfarið sjálf um síðuna, og notar til þess lausan tíma á kvöldin og um helgar. Þá vinnur hún aðsendar myndir af á þarf að halda og skrifar texta. „Ég sé um að setja inn auglýsingar og er með góða aðila af öllu landinu sem hafa sýnt síðunni áhuga og senda á mig viðburði. Þetta er auðvitað vinna en á móti kemur að þetta er mín ástríða og mér finnst þetta gaman," segir Sif. Hún hefur alltaf verið virki í öllu félagsstarfi og hefur margvíslega reynslu að baki. Hún sat í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur árin 2008 til 2010, er með meistaragráðu úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og með kennsluréttindi fyrir grunn- og menntaskóla. „Ég ákvað að vinna síðuna út frá fræðum markaðsfræðingsins og frumkvöðulsins Guy Kawasaki en hans mottó er meðal annars viðskiptahugmyndin eigi að auka lífsgæði fólks, hún eigi að uppfylla þörf og ennfremur að þörfin fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til fólksins sé sterkari en skammtíma gróðasjónarmið. Þessu vinn ég eftir," segir Sif. Öllum er frjálst að senda inn upplýsingar um viðburði og myndir. Sif segir að henni finnist sérstaklega gaman að geta komið á framfæri grasrótarviðburðum sem höfða til allra, og eru án aðgangseyris.Skjáskot af vefnum. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
„Það má segja að ég hafi verið skemmtanastjóri á eigin heimili. Við hjónin höfum samtals haft sex börn með lögheimili hjá okkur í gegn um árin," Sif Sigfúsdóttir sem heldur úti síðunni Gerumeitthvad.is, viðburðavef fyrir alla fjölskylduna, sem hún opnaði í lok mars. „Mér fannst sárvanta síðu sem ég gat opnað á laugardagsmorgni og fundið út allt það helsta sem væri að gerast þann daginn. Í stað þess að opna margar netsíður fyrirtækja og stofnana er hægt að finna þetta allt á einum stað," segir Sif hefur gengið með hugmyndina að síðunni í maganum í tvö ár. Meðal þess sem nú ber hæst á viðburðavefnum Gerumeitthvad.is er Barnavagnavika Ferðafélags Íslands, útskriftartónleikar úr Listaháskóla íslands, fjöruganga við Bessastaðakirkju og nytjamarkaður í Súðavogi í Reykjavík þar sem allur ágóðinn rennur til ABC barnahjálpar. Vefsíðan er nýsköpunarverkefni Sifjar á námskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,Brautargengi, sem er sérsniðið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Hún hafði gengið með hugmyndina í maganum í tvö ár þegar hún loksins varð að veruleika. Sif sér alfarið sjálf um síðuna, og notar til þess lausan tíma á kvöldin og um helgar. Þá vinnur hún aðsendar myndir af á þarf að halda og skrifar texta. „Ég sé um að setja inn auglýsingar og er með góða aðila af öllu landinu sem hafa sýnt síðunni áhuga og senda á mig viðburði. Þetta er auðvitað vinna en á móti kemur að þetta er mín ástríða og mér finnst þetta gaman," segir Sif. Hún hefur alltaf verið virki í öllu félagsstarfi og hefur margvíslega reynslu að baki. Hún sat í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur árin 2008 til 2010, er með meistaragráðu úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og með kennsluréttindi fyrir grunn- og menntaskóla. „Ég ákvað að vinna síðuna út frá fræðum markaðsfræðingsins og frumkvöðulsins Guy Kawasaki en hans mottó er meðal annars viðskiptahugmyndin eigi að auka lífsgæði fólks, hún eigi að uppfylla þörf og ennfremur að þörfin fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til fólksins sé sterkari en skammtíma gróðasjónarmið. Þessu vinn ég eftir," segir Sif. Öllum er frjálst að senda inn upplýsingar um viðburði og myndir. Sif segir að henni finnist sérstaklega gaman að geta komið á framfæri grasrótarviðburðum sem höfða til allra, og eru án aðgangseyris.Skjáskot af vefnum.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira