Erlent

Hefnt fyrir dauða Bin Ladens

Sjötíu og þrír létust þegar tvær sprengjur sprungu í herskóla í Norðvestur Pakistan í gærkvöldi. Tugir slösuðust að auki í sprengingunum en talíbanar hafa lýst ábyrgð ódæðisins á hendur sér. Þeir segjast hafa verið að hefna fyrir drápið á Osama bin Laden í byrjun mánaðarins. Sprengjurnar sprungu þegar hópur nýliða var að stíga upp í rútur á leið í frí eftir að hafa lokið fyrstu önn við skólann.

Þetta er fyrsta meiriháttar árásin sem gerð er eftir að Bin Laden var drepinn. Í yfirlýsingu talíbana segja þeir að árásin sé sú fyrsta af mörgum sem ætlað er að hefna fyrir píslarvættisdauða hryðjuverkaleiðtogans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×