Barrichello: Williams vantar leiðtoga 12. maí 2011 11:52 Rubens Barrichello vill betri bíl hjá Williams. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997. Williams hefur ekkert stig fengið úr fyrstu fjórum mótum ársins, en nýliðnn Pastor Maldonado ekur með Barrichello hjá Williams. Barrichello ræddi mál Williams í frétt á autosport.com. Nýlega var tilkynnt um að Mike Coughlan hefur verið ráðinn til liðsins sem hönnuður, en hann var frægur fyrir njósnamálið svokallaða milli McLaren og Ferrrari fyrir nokkrum árum. Sam Michaels yfirmaður liðsins hyggst hætta hjá liðinu í lok þessa keppnistímabils. „Það er eitthvað sem vantar og við verðum að taka á vandamálunum. Það er gott að hafa toppmennina hérna og Sam mun gefa 100% þar til hann hættir, en okkur vantar leiðtoga", sagði Barrichello um stöðu Williams í ár. „Núna er þetta eins og að við höfum of marga, en ekki nógu marga. Það vantar fókus á það sem menn eru að gera. Sam virðist rólegri, en okkur vantar eitthvað sem verður til þess að bíllinn þróist." Barrichello segist vera meðal 10 fremstu í Formúlu 1 og þekki marga, sem hægt væri að ræða við og hann virðist vera að slíku þessa dagana. Hann segir tækni starfsmennina vinna vel, en eitthvað þurfi til að leysa þróunarmál og vandamálin sem liðið er að fást við, m.a. varðandi KERS kerfið. „Kannski er ég jákvæðasti maðurinn í hringiðunni og mun alltaf dreyma um breytingar. Það þurfa allir leggja hönd á plóginn. Það er auðvelt að segja að Williams sé búið að vera. En þjáningarnar munu taka enda, en til þess þurfa menn að leggja lóð á vogarskálarnar", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997. Williams hefur ekkert stig fengið úr fyrstu fjórum mótum ársins, en nýliðnn Pastor Maldonado ekur með Barrichello hjá Williams. Barrichello ræddi mál Williams í frétt á autosport.com. Nýlega var tilkynnt um að Mike Coughlan hefur verið ráðinn til liðsins sem hönnuður, en hann var frægur fyrir njósnamálið svokallaða milli McLaren og Ferrrari fyrir nokkrum árum. Sam Michaels yfirmaður liðsins hyggst hætta hjá liðinu í lok þessa keppnistímabils. „Það er eitthvað sem vantar og við verðum að taka á vandamálunum. Það er gott að hafa toppmennina hérna og Sam mun gefa 100% þar til hann hættir, en okkur vantar leiðtoga", sagði Barrichello um stöðu Williams í ár. „Núna er þetta eins og að við höfum of marga, en ekki nógu marga. Það vantar fókus á það sem menn eru að gera. Sam virðist rólegri, en okkur vantar eitthvað sem verður til þess að bíllinn þróist." Barrichello segist vera meðal 10 fremstu í Formúlu 1 og þekki marga, sem hægt væri að ræða við og hann virðist vera að slíku þessa dagana. Hann segir tækni starfsmennina vinna vel, en eitthvað þurfi til að leysa þróunarmál og vandamálin sem liðið er að fást við, m.a. varðandi KERS kerfið. „Kannski er ég jákvæðasti maðurinn í hringiðunni og mun alltaf dreyma um breytingar. Það þurfa allir leggja hönd á plóginn. Það er auðvelt að segja að Williams sé búið að vera. En þjáningarnar munu taka enda, en til þess þurfa menn að leggja lóð á vogarskálarnar", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira