Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik

„Það er alveg skelfilegt að fá á sig sigurmark á 91. mínútu en þetta var bara orsök, afleiðing. Við vorum ekki nógu góðir í seinni hálfleik og færðum boltann ekki nógu hratt. Það var komin alltof mikil þreyta í mannskapinn og okkur var refsað með marki undir lokin. Við áttum að skora í fyrri hálfleik á meðan við vorum jafnmargir inn á vellinum. Þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik þá færum við boltann alltof hægt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals.
Valsliðið var búið að vinna fyrstu tvo leiki sína og hafði ekki fengið á sig mark fyrr en Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði ÍBV 1-0 sigur í uppbótartíma.
„Þetta er ekkert áfall. Við bara töpuðum einum fótboltaleik. Það er hundleiðinlegt og sérstaklega á þessum degi. Það getur vel verið að það hafi farið mikil orka í allt sem var í gangi hjá félaginu síðustu vikuna en við kennum því ekki um. Við áttum alla möguleika á að vinna þennan leik en gerðum það ekki. Við vorum síðan kærulausir í lokin, fengum á okkur mark og töpuðum leiknum," sagði Kristján.
Tengdar fréttir

Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma.

Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp
Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna.

Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi
Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það.

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna
Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.