Innlent

Hamfarir í Japan hafa talsverð áhrif á hvalveiðar á Íslandi

Kristján Loftsson.
Kristján Loftsson. Mynd / Anton Brink
Líklega mun ástandið í Japan bitna harkalega á hvalveiðum hér á landi samkvæmt fréttaveitunni AFP. Þar er rætt við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., og hann spurður hvaða áhrif hamfarirnar í Japan munu hafa á hvalveiðarnar.

Kristján segir að skipin veiði vanalega hvali frá júní til september en í ljósi þess að markaðurinn í Japan fyrir hrefnukjöti hefur snarminnkað eftir jarðskjálftann, þá verða veiðarnar hugsanlega endurskoðaðar í júní.

Hann áréttar þó í viðtalinu við AFP að útgerðin sé alls ekki hætt hvalveiðum. Hún taki einfaldlega mið af þeim mörkuðum sem selja má hvalkjöt á, og Japan sé ekki þar á meðal í augnablikinu.

Hægt er að nálgast viðtalið við Kristján hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×