Erlent

NATÓ rannsakar hvers vegna loftárásin varð tólf börnum að bana

Frá Afganistan - Mynd úr safni.
Frá Afganistan - Mynd úr safni.
NATÓ rannsakar nú hvers vegna lofttárás varð tólf börnum og tveimur konum að bana í gærkvöldi. Loftárásin var gerð í suðvestur Afganistan í Helmands-héraði en ástæða hennar er sú að talíbanar réðust á bandaríska herstöð á svæðinu á dögunum. Loftskeytið lenti ekki á aðstöðu uppreisnarmannanna heldur tveimur heimilum almennra borgara.

Hamid Karzai, forseti Afganistan, er að missa þolinmæðina gagnvart árásum bandaríska hersins á almenna borgara og segir árásina í gærkvöldi vera mistök sem verði ekki liðin mikið lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×