Erlent

Þjóðin leyfir hjónum að skilja

Samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á Möltu í gær að setja lög sem leyfa hjónaskilnaði. Malta er nú ekki lengur eina Evrópuríkið þar sem ólöglegt er fyrir hjón að skilja. Það er nú í höndum þingsins að samþykkja lögin sem 72 prósent þjóðarinnar samþykktu í gær.

Kaþólska kirkjan barðist harðlega gegn því að tillagan yrði samþykkt í þjóðaratkvæði en mikill meirihluti Maltverja er kaþólskrar trúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×