Erlent

Brotist inn í tölvukerfi söluaðila bandaríska hersins

F 16 orrustuþota
F 16 orrustuþota
Lockheed Martin, sem selur bandaríska hernum vopn og flugvélar og er umsýslu- og þjónustuaðili upplýsingakerfa bandaríska ríkisins, varð fyrir alvarlegri tölvuárás hinn 21. maí síðastliðinn. Fyrirtækið, sem framleiðir m.a F16 orrustuþotur sem Bandaríkjaher notar, greindi frá þessu í gærkvöldi en starfsmenn þess segja að tekist hafi að fyrirbyggja að viðkvæmar persónuupplýsingar kæmust í hendur óprúttinna aðila.

Fréttaveitan Reuters segir að engar vísbendingar séu um hverjir standi að baki árásinni. Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál á vesturlöndum, en Atlantshafsbandalagið flokkar tölvuárásir sem eina helstu ógn samtímans í baráttunni gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×