Erlent

Sex þúsund milljarðar seldust af sígarettum árið 2009

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Þrátt fyrir þá þekktu staðreynd að reykingar séu skaðlegar heilsu manna halda stóru tóbaksfyrirtækin enn að hagnast á reykingum og sala á sígarettum hefur aukist á síðustu tveimur áratugum.

Árið 1990 seldust fimm þúsund milljarðar af sígarettum en árið 2009 seldust tæplega sex þúsund milljarðar stykkja. Sígarettur valda núna meira manntjóni en samanlagt manntjón af völdum áfengis, alnæmis, bílslysum, ólöglegum fíkniefnum, morðum og sjálfsvígum.

Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt breska blaðsins Independent.

Vestræn ríki neyta nú sífellt minna tóbaks og hefur neyslan farið úr þrjátíu og átta prósentum frá 1990 niður í tuttugu og fjögur prósent árið 2009. Á sama tíma hefur neysla á tóbaki aukist í þróunarlöndunum og var neyslan um 76% árið 2009.

Reiknað hefur verið út að hundrað millljónir manna hafi látist af völdum reykinga á síðustu öld en talið er að milljarður manna muni láta lífið af völdum þeirra á þessari öld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×