Ágúst: Eigum raunhæfa möguleika á HM-sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 13:15 Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Mynd/Valli Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar liðið komst á EM í Danmörku á síðasta ári. Nú bíða leikir gegn Úkraínu þar sem í húfi er farseðill á HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Ágúst starfar einnig sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Levanger auk þess sem hann starfaði áður sem þjálfari nokkurra íslenskra félagsliða sem og yngri landsliða Íslands. „Það hefur svo sem ekki margt komið mér á óvart fyrstu vikurnar í þessu starfi," sagði Ágúst í samtali við Vísi. „Helst er að umgjörðin í kringum liðið er betri en ég átti von á og er það auðvitað af hinu góða. Það er greinilegt að þessi mál hafa þróast til betri vegar hjá handknattleikssambandinu síðustu árin. Það er til fyrirmyndar." „Það er því gott að starfa með þessum hópi leikmanna auk þess sem að það er gott fólk að vinna í kringum liðið." Ísland mætir sterku liði Svíþjóðar í Vodafone-höllinni bæði í dag og annað kvöld en leikirnir eiga að undirbúa stelpurnar fyrir átökin gegn Úkraínu. „Leikmenn öðluðust dýrmæta reynslu á síðasta EM og liðið er á mjög góðum aldri. Þó svo að úrslit leikjanna á EM hafi ekkert verið frábær fékk liðið ákveðna eldskírn og frammistaða þess að mörgu leyti góð." „Nú er stefnan sett á HM og ljóst að það verður erfitt verkefni að mæta Úkraínu. En við eigum raunhæfan möguleika á að komast áfram og munum leggja allt okkar til að láta þann draum rætast." Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar liðið komst á EM í Danmörku á síðasta ári. Nú bíða leikir gegn Úkraínu þar sem í húfi er farseðill á HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Ágúst starfar einnig sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Levanger auk þess sem hann starfaði áður sem þjálfari nokkurra íslenskra félagsliða sem og yngri landsliða Íslands. „Það hefur svo sem ekki margt komið mér á óvart fyrstu vikurnar í þessu starfi," sagði Ágúst í samtali við Vísi. „Helst er að umgjörðin í kringum liðið er betri en ég átti von á og er það auðvitað af hinu góða. Það er greinilegt að þessi mál hafa þróast til betri vegar hjá handknattleikssambandinu síðustu árin. Það er til fyrirmyndar." „Það er því gott að starfa með þessum hópi leikmanna auk þess sem að það er gott fólk að vinna í kringum liðið." Ísland mætir sterku liði Svíþjóðar í Vodafone-höllinni bæði í dag og annað kvöld en leikirnir eiga að undirbúa stelpurnar fyrir átökin gegn Úkraínu. „Leikmenn öðluðust dýrmæta reynslu á síðasta EM og liðið er á mjög góðum aldri. Þó svo að úrslit leikjanna á EM hafi ekkert verið frábær fékk liðið ákveðna eldskírn og frammistaða þess að mörgu leyti góð." „Nú er stefnan sett á HM og ljóst að það verður erfitt verkefni að mæta Úkraínu. En við eigum raunhæfan möguleika á að komast áfram og munum leggja allt okkar til að láta þann draum rætast."
Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira