Innlent

Deildarmyrkvi í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd náðist af deildarmyrkva á Nýja Sjálandi í febrúar 2008. Mynd/ Getty.
Þessi mynd náðist af deildarmyrkva á Nýja Sjálandi í febrúar 2008. Mynd/ Getty.
Deildarmyrkvi á sólu verður miðvikudagskvöldið 1. júní. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands.

Á Stjörnufræðivefnum segir að ef veður leyfi muni myrkvinn sjást af öllu landinu þar sem fjöll byrgja ekki sýn. Í tilefni myrkvans standa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn fyrir opnu húsi í Valhúsaskóla. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða myrkvann fyrir sér á öruggan hátt. Kvöldið fyrir myrkvann, þriðjudagskvöldið 31. maí klukkan átta heldur Jay Pasachoff, heimskunnur bandarískur stjörnufræðingur, fyrirlestur um sólina og sólmyrkva í Háskóla Íslands..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×