Innlent

Mikill eldsvoði í Hafnarfirði

Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum. Þá var óttast um stund ða eldurinn myndi teygja sig í nærliggjandi hús.
Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum. Þá var óttast um stund ða eldurinn myndi teygja sig í nærliggjandi hús. Mynd Arnþór Ragnarsson
Mikill eldur gaus upp á skammri stundu í bílapartasölu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöldi.

Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur í stæðum af bílhræjum og stæðum af fiskikörum, fullum af drasli, og teygðu eldtungurnar  sig í þakskegg á nærliggjandi geymsluhúsi.

Gríðar mikinn og svartan reyk lagði frá eldinum, en svo heppilega vildi til að veður var kyrrt um þetta leyti og lagði hann að mestu beint upp þannig að ekki þurfti að rýma nærliggjandi fjölbýlishús.

slökkvistarf gekk vel, en eldsupptök eru ókunn. Fyrr um kvöldið var slökkviliðið kallað að lítilli spennistöð við gömlu áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, þar sem kviknað hafði í rafmagnsköplum og nokkurn reyk lagði af. Slökkvistarf gekk vel og sakaði engan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×