Reiðubúin ef allt fer á versta veg 22. maí 2011 18:45 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Mynd/GVA Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón. Helstu fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón.
Helstu fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira