Innlent

Atli Gíslason: Þetta var ekki sáttatilraun

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason.
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason. Mynd/Stefán Karlsson
Forysta Vinstri grænna fullyrðir að mikill sáttahugur hafi ríkt á flokksráðsfundi sem lauk í dag gagnvart þremenningunum sem sögðu sig úr þingflokki VG. Einn þremenninganna segist frekar telja sáttahuginn í orði en í verki.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, sagði í samtali við fréttastofu að fundarmenn hafi viljað leita sátta og ef þremenningarnir vilja endurskoða sína afstöðu, þá er greinilegt að flokkurinn taki þeim opnum örmum. Sáttahöndin sé útrétt.

Nokkrir flokksmenn Vinstri grænna lögðu fram ályktunartillögu um að harma úrsögn þeirra Atla Gíslasonar, Lilju Mósesdóttur og Ásbjörns Einars Daðasonar úr þingflokki VG, en hún var síðan dregin til baka, að sögn vegna sáttaviljans á fundinum.

Atli segist ekki slá á neinar sáttahendur í samtali við fréttastofu, en segist þó telja að þessi sáttahugur sé frekar í orði en í verki, og það að sýna vöndinn og draga hann svo til baka sé ekki sáttatilraun í hans huga. Hann íhugi ekki að ganga aftur til liðs við þingflokkinn fyrr en málefnalegur ágreiningur hafi verið sættur og að boltinn sé hjá forystu flokksins. Ekki náðist í þau Lilju og Ásmund við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×