Innlent

Rekstur Landspítalans innan heimilda

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Mynd/Anton Brink
„Fjárhagslega er rekstur spítalans innan heimilda sem er ótrúlegur árangur á þessum niðurskurðartímum en eins og ég hef áður nefnt þurfum við að skera niður um 730 milljónir á þessu ári í beinu framhaldi af hinum mikla þriggja milljarða niðurskurði síðasta árs,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á heimasíðu spítalans.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að rekstrarniðurstaða Landspítalans fyrir árið 2010 reyndist jákvæð um rúmlega 70 milljónir króna. Björn segir reksturinn hafa gengið vonum framar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×