Innlent

Dæmdur fyrir árás- sagðist vera við fæðingu

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á starfsmann Innheimtustofnunar sveitarfélaga í ágúst 2009. Maðurinn sló til hans og klóraði hann á hálsi, með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut klór á hálsi og væga tognun á hægri baugfingri.

Maðurinn krafist þess að fá endurgreitt fé, sem hann taldi sig eiga inni hjá stofnuninni.

Maðurinn neitaði alfarið sök og hélt því fram að hann og kona sín hefðu farið á Landspítalann sama morgunn þar sem koma átti af stað fæðingu hjá konunni.

Um nóttina hefði þeim svo fæðst sonur.  Maðurinn kvaðst aðeins einu sinni hafa brugðið sér frá í 10 mínútur til að fá sér að borða á bensínstöð skammt frá spítalanum.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að það væri fullsannað með framburði tveggja vitna, og áverkavottorði læknis, að hann hefði sannarlega ráðist á starfsmanninn. Hann var því dæmdur í 2 mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2 árum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×