Erlent

Tíðni húðkrabbameins í Danmörku hefur tvöfaldast

Nýjar tölur frá dönsku krabbameinssamtökunum Kræftens Bekæmpelse sýna að tíðni húðkrabbameins hjá fólki undir 35 ára aldri hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.

Að jafnaði fá 376 ungir Danir nú húðkrabbamein á hverju ári eða einn á dag. Húðkrabbameinið stafar bæði frá sólböðum og mikilli notkun á sólbekkjum.

Anja Philip forstöðukona Kræftens Bekæmpelse segir að þróunin sé ógnvekjandi. Það séu einkum hinir yngri í hópnum sem hagi sér ógætilega þegar komi að sólböðum.

Nú stendur yfir herferð á vegum krabbameinssamtakanna til að fá ungt fólk til að breyta sólbaðsvenjum sínum og fara varlega þegar sólin skín hvað sterkast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×