Erlent

Fullyrðir að Strauss-Kahn hafi keypt vændiskonur

Kona sem rekur vændisþjónustu í New York fullyrðir að Dominique Strauss Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi ítrekað keypt af henni vændiskonur.

Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Telegraph. Konan, Kristin Davis að nafni, segir að Strauss Kahn hafi greitt 1.200 dollara eða tæplega 140.000 krónur fyrir tveggja stunda dvöl vændiskonu á hótelherbergjum hans þegar hann dvaldi í New York.

Þá segir Davis að vændiskona frá Brasilíu sem Strauss-Kahn keypti hafi kvartað undan því að hann væri harðhentur og hún hvatti Davis til að senda ekki fleiri vændiskonur til hans.

Strauss-Kahn var látin laus úr varðhaldi gegn tryggingu í gærdag en hann verður að dvelja í stofufangelsi í New York þar til réttað verður í máli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×