Erlent

Eyðing regnskóga í Brasilíu eykst sexfalt

Nýjar gervihnattamyndir sýna að eyðing regnskóganna í Brasilíu hefur aukist sexfalt milli ára. Eyðingin í ár nemur tæpum 600 ferkílómetrum en hún var rúmlega 100 ferkílómetrar á sama tíma í fyrra.

Í frétt um málið á BBC segir að þessi gífurlega aukning hafi komið stjórnvöldum í opna skjöldu því talið var að umfang eyðingar regnskóganna væri á niðurleið.

Ástandið er verst á Mato Grosso svæðinu þar sem helstu sojabaunaakrar landsins eru. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur brugðist við þessum fréttum með því að setja á stofn sérstaka neyðarnefnd til að rannsaka málið og bregðast við þessari þróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×