Erlent

Flugsveitir NATO eyðilögðu átta líbýsk herskip

Flugsveitir NATO réðust á herskip í þremur höfnum í Líbýu í nótt í umfangsmiklum loftárásum og sökktu eða eyðilögðu átta herskip í þeim. Eldur logar enn af nokkrum skipanna og mikinn reyk leggur frá þeim.

Um er að ræða hafnirnar í Trípolí, Al Khums og Sitre. Ekki er vitað um mannfall í þessum árásum.

Í yfirlýsingu frá NATO segir að árásirnar hafi verið nauðsynlegar til að verja almenna borgara í Líbýu þar sem Muammar Gaddafi hafi notað þessi herskip til að ráðast á uppreisnarmenn sem reyna að fella stjórn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×