Erlent

Forseti Sýrlands heimilar almenna sakaruppgjöf

Bashar al-Assad heimilar almenna sakaruppgjöf
Bashar al-Assad heimilar almenna sakaruppgjöf Mynd/ap
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur gefið út skipun sem heimilar almenna sakaruppgjöf í Sýrlandi. Sakaruppgjöfin myndi ná til allra pólitískra andstöðuhreyfinga en mótmæli gegn forsetanum hafa nú staðið yfir í landinu í marga mánuði.

Í aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum hafa yfir þúsund manns látið lífið og 10.000 verið handteknir, en í dag birti ríkissjónvarpið tilkynningu þess efnis að forsetinn hefði heimilað almenna sakaruppgjöf fyrir alla þá glæpi sem framdir voru frá upphafi mótmæla til dagsins í dag. Tilkynningin er sögð hafa komið á sama tíma og sýrlenski herinn var að ráðast á tvo bæi í miðju landinu þar sem mótmæli hafa haldið áfram, en haft hefur verið eftir sýrlenskum aðgerðarsinnum að sakaruppgjöfin sé ekki nóg; fólkið vilji sjá stjórnina falla og þeim refsað sem framið hafa glæpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×