Nefndu dóttur sína eftir kvenhetjunni í Alien Erla Hlynsdóttir skrifar 30. maí 2011 15:15 Ellen Ripley þykir ein mesta kvenhetja kvikmyndasögunnar „Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið. Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið.
Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42