Erlent

Greenpeace í aðgerðum á Grænlandi

Greenpeace menn ætla að hafast við í þessu hylki til að koma í veg fyrir að hægt verði að bora eftir olíu.
Greenpeace menn ætla að hafast við í þessu hylki til að koma í veg fyrir að hægt verði að bora eftir olíu. MYND/AP
Meðlimir í Greenpeace samtökunum hafa farið um borð í olíuborpall undan ströndum Grænlands og ætla að reyna að koma í veg fyrir að pallurinn geti borað eftir olíu. Pallurinn sem heitir Leifur Eiríksson er í eigu Cairn Energy og er um 100 mílur undan strönd Grænlands. Cairn er eina fyrirtækið sem ætlar að leita að olíu á svæðinu en talsmenn Greenpeace segjast óttast að finni þeir olíu muni hálfgert gullæði brjótast út sem hefði skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið. Talsmenn heimastjórnarinnar á Grænlandi segja hinsvegar að aðgerðir Greenpeace manna séu ólöglegar og að mótmælendurnir verði fjarlægðir af lögreglu haldi þeir aðgerðum sínum áfram.

Aðgerðasinnarnir hafa komið sér fyrir í einskonar hylki eða körfu sem hangir niður úr pallinum og segjast þeir hafa vistir sem eiga að duga í tíu daga. Greenpeace mótmæltu fyrirætlunum Cairn í fyrra líka og þá tókst þeim að tefja fyrir olíuleitinni þannig að aðeins tókst að bora tvær tilraunaholur í stað fjögurra. Nú freista þeir þess að endurtaka leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×