Erlent

Maltverjar vilja lögleiða skilnaði

Íbúar Möltu sögðu í gær já við því í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa skilnaði. Kosningin er óbindandi fyrir ríkisstjórnina en um 75 prósent þáttaka var í atkvæðagreiðslunni. Hingað til hefur Malta, sem er kaþólskt ríki, verið eina landið í Evrópusambandinu þar sem hjónaskilnaður er bannaður með lögum.

Forsætisráðherra Möltu, sem var andsnúinn því að heimila skilnaði, sagði í tilkynningu í gær að ríkisstjórni hans myndi virða ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×