Erlent

NATO biður Afgana afsökunar á drápum á óbreyttum borgurum

Fjölþjóðalið NATO í Afganistan hefur beðist afsökunar á loftárás sem gerð var suðvesturhluta landsins á laugardag en að minnsta kosti fjórtán óbreyttir borgarar létu þar lífið. Æðstu hershöfðingjar bandalagsins segja í yfirlýsingu að ávallt sé reynt að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra og að slík tilvik séu ætíð rannsökuð til hlítar.

Forseti Afganistans, Hamid Karzai, hefur fordæmt árásina og segir að frekari mistök af þessu tagi verði ekki liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×