Erlent

Mótmæltu handtöku Mladics

Ratko Mladic, fyrrverandi yfirherforingi í her Bosníu-Serba, ætlar að áfrýja framsalskröfu á hendur sér en hann hefur verið eftirlýstur af Stríðsglæpadómstólnum í Haag síðustu ár. Mladic, sem var handtekinn á dögunum í Serbíu, er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995, hann er meðal annars sagður hafa fyrirskipað morð á tæplega átta þúsund múslimskum  mönnum og drengjum í bænum Srebrenica.

Þúsundir serbneskra þjóðernissinna mótmæltu handtöku Mladics í Belgrad í gær og voru um 100 handteknir eftir átök við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×