Erlent

Danir orðnir uppiskroppa með sprengjur í Líbýu

Danski flugherinn hefur verið áberandi í loftárásum NATO á skotmörk í Líbýu. Nú er svo komið að Danirnir eru orðnir uppiskroppa með sprengjur þær sem þeir nota í herþotum sínum til árásanna.

Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten hefur danski flugherinn hafi hingað til notað rétt tæplega 500 svokallaðar nákvæmnisprengjur í árásum á skotmörk í Líbýu. Nú eru engar slíkar sprengjur lengur til staðar í vopnabúri hersins.

Til að leysa þetta vandamál tímabundið standa yfir samningar við hollenska flugherinn um að fá sprengjur að láni frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×